UPPHAFSSÍÐA | ÁLYKTANIR | VERKEFNI | PISTLAR | LÖG FÉLAGSINS | ÁHUGAVERÐAR SÍÐUR OG TENGLAR


Náttúruverndarsamtök Suðurlands - NSS


Náttúruverndarsamtök Suðurlands eru frjáls félagasamtök, opin öllum þeim sem vinna vilja að markmiðum samtakanna.
Markmið : að gæta hagsmuna náttúrunnar.

* Stuðla að verndun náttúrulegs umhverfis, landslags, lofts, jarðmyndana, vatns, sjávar og lífríkis, dýra og plantna og fjölgun verndaðra og friðaðra svæða á Suðurlandi með það að markmiði að varðveita líffræðilegan fjölbreytileika, landslag og náttúrufarsleg sérkenni svæðisins.
* Fylgjast með ástandi verndaðra svæða og vekja athygli á þeim (sjá náttúruminjaskrá).
* Stuðla að því að náttúruauðlindir verði aðeins nýttar í samræmi við sjónarmið sjálfbærrar þróunar og að hagsmuna náttúrunnar sé ævinlega gætt þannig að hún beri ekki þar af varanlegar skaða.
* Fylgjast með áætlunum um hvers konar framkvæmdir sem snerta náttúruna; mannvirkjagerð, notkun tilbúinna efna, inngrip mannsins í lífríki o.fl. og að örva umræðu í samfélaginu um þau málefni.
* Ýta undir umfjöllun og upplýsta umræðu meðal almennings um umhverfis- og náttúruverndarmál, á þeim sviðum sem snerta daglegt líf og umgengni almennings við náttúruna.

Stjórn NSS

Formaður: Ólafía Jakobsdóttir forstöðumaður ( V-Skaftafellssýslu)
Varaformaður: Birgir Þórðarson, náttúrufræðingur (Árnessýslu).
Ritari: Ragnheiður Jónasdóttir, umhverfisfræðingur (Rangárvallasýslu).
Gjaldkeri: Gunnar Á. Gunnarsson framkvæmdastjóri (V-Skaftafellssýslu).

Meðstjórnandi: Sigþrúður Jónsdóttir, náttúrufræðingur (Árnessýslu).

Til vara.
Guðrún Tryggvadóttir   framkvæmdastjóri ( Árnessýslu)
Elín Erlingsdóttir, landfræðingur (Rangárvallasýslu).
Daníel Magnússon, bóndi ( Rangárvallasýsl
u).

 


HÖNNUN OG UMSJÓN: ÖRN ÓSKARSSON