UPPHAFSSÍÐA | ÁLYKTANIR | VERKEFNI | PISTLAR | LÖG FÉLAGSINS | ÁHUGAVERÐAR SÍÐUR OG TENGLAR


FRÉTTIR


9. okt. 2009
Eftirfarandi skjöl eru nú komin á vefsíðu Náttúruverndarsamtaka Suðurlands.
1. Athugasemdir NSS um aðalskipulagsbreytingu vegna Bitruvirkjunar.
2. Grein sem birtist í Umhverfinu , blaði Kivanis manna á Suðurland um virkjanir á Hellisheiði.
3. Athugasemdir Ingibjargar Elsu Björnsdóttur og Björns Pálssonar við aðalskipulagsbreytingu Ölfus 2009-10-07.

21. júní 2009
Náttúruverndarsamtök Suðurlands héldu aðalfund sinn á Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 6. júní sl.
Í stjórn samtakanna voru kosin til eins árs : Birgir Þórðarson, Elín Erlingsdóttir, Gunnar Ágúst Gunnarsson, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir og Ólafía Jakobsdóttir.
Í varastjórn voru kosin: Bergur Sigurðsson, Daníel Magnússon og Ragnheiður Jónasdóttir. Skoðunarmenn eru: Óskar Þór Sigurðsson og Sigurður Sigursveinsson.
Stjórnin skiptir með sér verkum á næsta stjórnarfundi eftir aðalfund, en fráfarandi formaður stjórnar er Ólafía Jakobsdóttir.
Tvær ályktanir voru samþykktar samhljóða á fundinum:
*
Ályktun um friðun Langasjávar og nærliggjandi svæða.
* Ályktun um útiræktun á erfðabreyttu byggi.

21. júní 2009
Málþingið- Náttúruvernd og atvinnusköpun.
Að loknum aðalfundinum var haldið málþingið „Náttúruvernd og atvinnusköpun“ þar sem um 40 gestir voru mættir. Fundarstjórar voru Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri og Elín Erlingsdóttir landfræðingur.
Málþingið hófst með ávarpi Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra.
Aðrir framsögumenn voru: Ólafur Páll Jónsson lektor í heimsspeki sem fjallaði um „Hagsæld og náttúru“. Ketill Sigurjónsson þjóðgarðsvörður nefndi erindi sitt „ Ísland- best í heimi? Hugleiðingar um markaðssetningu“.
„Náttúruleg atvinnusköpun“ var yfirskrift erindis Steingerðar Hreinsdóttur verkefnastjóra Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.
Eftir kaffihlé var sjóbirtingurinn í Skaftárhreppi í öndvegi. Magnús Jóhannsson fiskifræðingur flutti erindi sem hann nefndi „Fiskstofnar í Skaftárhreppi- auðlind til framtíðar“ og Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur kynnti verkefnið „ Sjóbirtingssetur Íslands – vaxtarsproti í ferðaþjónustu og fræðslumálum“.
Síðasta erindið flutti Ingibjörg Eiríksdóttir ferðamálafræðingur og fjallaði hún um „Ímynd og tækifæri í landi frumkraftanna“.
Á milli erinda og í lok málþingsins svöruðu fyrirlesarar mörgum spurningum og líflegar umræður urðu um málefnið. Mismunandi sjónarmið komu fram hjá fundarmönnum um náttúruvernd og aðra nýtingu náttúrunnar til atvinnusköpunnar og ljóst er að sátt um þau mál er ekki í sjónmáli. Samtökin hafa því nú sem fyrr miklu hlutverki að gegna og munu standa vörð um hagsmuni náttúrunnar og tala máli hennar hvenær sem tækifæri gefst.
Náttúruverndarsamtök Suðurlands færa öllum frummælendum og gestum málþingsins bestu þakkir fyrir þátttökuna.

27.05. 2009
NSS gefur umsögn um „Erfðabreytt bygg“
Sjá nánar.

30. 07. 2007. Ályktun frá Náttúruverndarsamtökum Suðurlands vegna samþykktar hreppsnefndar Mýrdalshrepps, dags. 28.06.2007, um breytta legu þjóðvegar 1 um Mýrdal. (Sjá nánar).

15. 02. 2007. Athugasemdir gerðar við Frumvarp að lög um Vatnajökulsþjóðgarð (sjá nánar).

12. 2. 2007
Troðfullt hús í Árnesi
Fundur gegn vikjunum í neðri hluta Þjórsár sem var haldinn í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpvejrahreppi sunnudaginn 11. febrúar vara mjög fjölmennur og hugur í fólki. Ljóst er að menn eru ekki sáttir við hugmyndir um byggingu þessara virkjana, lóna og annars rasks sem fylgir slíkum framkvæmdum.

Sjá ályktun fundarins.

27. september 2006
Náttúruverndarsamtök Suðurlands gera athugasemdir um tillögur að matsáætlunum fyrir mögulegar jarðvarmavirkjanir á Ölkelduhálsi og Hverahlíð í sveitarfélaginu Ölfusi (sjá nánar) .

20.sept. 2006.
9. stjórnarfundur NSS á Hellu.

30.08. 2006.
Orkuveita Reykjavíkur lýsir því yfir breyttri stefnu varðandi framtíðarskipulag Úlfljótsvatns.
Sigur “Hóps fólks sem lætur sig náttúru og lífríki Úlfljótsvatns varða” (sjá nánar http://ulfljotsvatn.blog.is/blog/ulfljotsvatn/).

19.08. 2006.
Áhugahópur um Þingvallavatn og vatnasvið Þingvallavatns efnir til vettvangsferðar með prófessor Pétri M. Jónssyni.

28.06.2006.
Nýr umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, lýsir stuðningi við stækkun friðlands í Þjórsárverum.

27.06. 2006.
Kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Áhugahóps um verndun Þjórsárvera o.fl. gegn Skipulagsstofnun og Landsvirkjun.
Enn einn sigurinn í verndun Þjórsárvera (sjá nánar dóminn)

26.06.2006.
8. stjórnarfundur haldinn í vitanum í Dyrhólaey eftir skoðunarferð um Friðlandið. Einnig skoðaðar hugmyndir um vegagerð í Mýrdal, sem ganga út á göng í gegn um Reynisfjall og nýja legu þjóðvegar 1 um Dyrhólahverfi.

22. 06. 2006
Niðurstaða Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna efnistöku í Ingólfsfjalli (sjá úrskurð)

07.06.
Ósk um endurskoðun deiliskipulags við Úlfljótsvatn samþykkt í borgarstjórn
sjá nánar http://ulfljotsvatn.blog.is/blog/ulfljotsvatn/

26.05.
NSS lýsir yfir stuðningi við áhugahóp um verndun Úlfljótsvatns sjá nánar http://ulfljotsvatn.blog.is/blog/ulfljotsvatn/guestbook/

24.05.2006.
Send ályktun vegna friðlands í Dyrhólaey. (sjá nánar http://www.nss.is/alyktanir.html )

22.05.2006. - 7. stjórnarfundur.
Formaður og gjaldkeri þeir sömu og síðasta ár, Sigrþúður verður varaformaður, Ragnheiður ritari.
Birgir Þórðarson meðstjórnandi í stað Jóns Þórðarsonar. Sigríður Heiðmundsdóttir og Sigurður Jónsson boðin velkomin í varastjórn.

19.05.2006.
Sveitarstjórn sveitarfélagsins Ölfuss gefur út framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í Þórustaðanámu
sjá nánar http://www.olfus.is/template1.aspx?module=modules/ItemReader.ascx&itemId=108&itemtype=1004

10.05.2006. - Af aðalfundi:
Aðalfundur NSS 2006 var haldinn í Þingborg þann 6.apríl. Fundurinn var ágætlega sóttur og voru líflegar umræður. Ómar Ragnarsson heimsótti fundinn og sýndi myndir af Fjallabaki og fleiri slóðum á Suðurhálendinu.
Mannaskipti urðu stjórn. Þeir Jón Þórðarson úr aðalstjórn, Úlfur Óskarsson og Hrafnkell Karlsson báðust undan endurkjöri. Í stað þeirra voru kosin Birgir Þórðarson í aðalstjórn, Sigríður Heiðmundsdóttir og Sigurður Jónsson í varastjórn. Fráfarandi stjórnarmönnum var þökkuð samveran og nýir boðnir velkomnir.

06.05.2006. - Sigur!
Skrifað undir aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Engin Norðlingaölduveita!
Sjá nánar http://www.skeidgnup.is/greinargerd_index.htm

5. 4. 2006
Fréttabréf NSS - Sjá hér á pdf formi.

23. 3. 2006
Sjötti stjórnarfundur í Kaffi Krús. Sigurrós Friðriksdóttir sérfræðingur í mannvirkjagerð frá Umhverfisstofnun kom á fundinn og fræddi um fyrirhugaða mannvirkjagerð á Suðurlandi.

22. 2. 2006
Fimmti stjórnarfundur NSS.

Jan.-mars 2006.
Umræður um vegagerð í Mýrdal (http://www.vik.is/Stjornsysla/09-
Skipulagsbyggingarmal/Byggingarnefnd/Fundargerdir/ )

26. 1. 2006.
Frummatsskýrsla vegna efnistöku í Ingólfsfjalli kemur út. (http://www.lh.is/frettir/frett.php?id=353)

Janúar 2006
Skoðið nýjustu fréttir um efðabreytt matvæli á : (www.erfdabreytt.net )

Janúar - 2006.
Framkvæmdum við Norðlingaölduveitu frestað um ótiltekinn tíma. (http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/770 )

Fer Surtsey á heimsminjaskrá UNESCO ? (http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/776)

7. 1. 2006.
Þjórsárver eru þjóðargersemi. Fjölsóttur fundur í Norræna húsinu um Þjórsárver.

19. 12. 2005.
Samningaviðræður á loftslagsþinginu í Montreal skiluðu áþreifanlegum árangri. (sjá http://www.landvernd.is/frettirpage.asp?ID=1615  og
http://www.landvernd.is/page3.asp?ID=109)

15.12. 2005.
Birt grein í "Glugganum" um Náttúruvernd og framkvæmdir
(sjá grein (pdf-skjal)
.

24.11. 2005. 
Birt grein í "Glugganum" vegna baráttunar um verndun Þjórsárvera (sjá greinina).

21.11. 2005. 
NSS sendir umsögn til Mýrdalshrepps varðandi hugmyndir um breytingar á þjóðvegi 1 í Mýrdal (sjá umsögnina).

18.-19.11. 2005. 
Fulltrúar NSS á IV.Umhverfisþingi "Velferð til framtíðar".  þema þingsins var sjálfbær þróun (sjá nánar á slóðinni http://www.umhverfisraduneyti.is/utgefid-efni/nr/249).

15.11. 2005  
Heimasíða samtakanna opnuð á léninu nss.is .  Nýtt netfang kynnt.  natturuvernd@nss.is

9. 11. 2005.
Fjórði stjórnarfundur NSS, haldinn á Selfossi.  Opnun heimasíðu ákveðin 15.nóvember.

18.10. 2005.
Fundur Umhverfisráðuneytis og frjálsra félagasamtaka í Þjóðmenningarhúsi. Formaður kynnir NSS vegna umsóknar að aðild að samstarfssamningi Umhverfisráðuneytis og frjálsra félagasamtaka.

12.10.2005.
Kynningarfundur um Hekluskóga.  Fulltrúi NSS á staðnum.

4.9. 2005.
Málþing Vinstri Grænna um Langasjó á Hvolsvelli. Formaður með erindi þar sem hvatt er til þess að hinu óraskaða landssvæði við Langasjó og Skaftá verði hlíft við mannvirkjagerð.

29.8.2005.
Þriðji stjórnarfundur NSS, haldinn á Selfossi.  Fyrstu drög að heimasíðu skoðuð.

Ágúst 2005.
Örn Óskarsson ráðinn til að hanna heimasíðu fyrir NSS.  Fyrstu drög tilbúin fyrir lok mánaðarins.

Júlí 2005
Birt grein á vegum NSS í "Glugganum" um erfðabreyttar lífverur.

15.6.2005
Áskorun vegna Þjórsárvera til Samvinnunefndar miðhálendisins.

13.6.2005
Annar stjórnarfundur.  Varamenn mæta til fundar.  Ákveðið að senda áskorun vegna Þjórsárvera til Samvinnunefndar miðhálendisins.

6.6. 2005
Ómar Ragnarsson hlýtur umhverfisviðurkenningu frjálsra félagasamtaka, m.a. tilnefndur af NSS.

3.5.2005
Erindi sent Umhverfisráðuneytinu varðandi aðild NSS að samstarfssamningi.

Maí 2005.
Tekið þátt í tilnefningu frjálsra félagasamtaka vegna umhverfisverðlauna 2005
Fréttatilkynning um endurreisn NSS birt í Glugganum.

2.5.2005.
Samtökin fá netfang natturuvernd@sudurland.is.  Samskipti stjórnarmanna fara fram í gegn um netfangið.

29.04.2005.
Áskorun send hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Þjórsárverum.

28.04.2005.
Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar.  Stjórn skipar með sér verkum.
Ályktað um fyrirhugaðar framkvæmdir í Þjórsárverum.

18.04.2005.
Aðalfundur NSS í Árhúsum á Hellu.  Ný stjórn kjörin.  Fjöldi nýrra félaga bætist í hópinn.  Endurskoðun laga samþykkt.

6.4.2005.
Auglýsing um aðalfund Náttúruverndarsamtaka Suðurlands birtist í "Glugganum".

22.02. 2005.
Áhugahópur um endurreisn Náttúruverndarsamtaka Suðurlands hittir stjórnarmenn samtakanna sem legið hafa í dvala í um 20 ár.  Ákveðið að boða til endurreisnarfundar við fyrsta tækifæri.
Ákveðið að félagatal skuli yfirfarið og uppfært og lög endurskoðuð.

 


HÖNNUN OG UMSJÓN: ÖRN ÓSKARSSON